



Ylja lambhúshetta leggst einstaklega vel að höfði barnsins. Stuttar umferðir eru gerðar eftir stroffið svo hún nær vel fram á ennið og einnig aftan við hnakka. Berustykkið nær vel niður á bringu og bak en auðvelt er að stýra lengdinni eftir hentisemi.
Stærðir | Garn* |
6-12 mánaða | 100 gr |
1-2 ára | 100 gr |
2-3 ára | 100 gr |
3-4 ára | 100 gr |
4-5 ára | 100 gr |
*Athugið að um áætlað magn af garni er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf.
Filcolana Pernilla (175m/50gr) eða Kelbourne Woolens Scout (250m/100gr). Athugið að uppgefið garn er nokkuð drjúgt svo ef annað garn er notað gæti þurft aðeins meira.
22 lykkjur á 10cm