Skilmálar
MeMe Knitting (sm-rh ehf.)
Kennitala 531020-0220
VSK 139201
Verslun og vinnustofa: Dalbraut 3, 105 Reykjavík
Skrifstofa: Bergrúnargata 7, 270 Mosfellsbær
Netfang: memeknitting@memeknitting.com / selma@memeknitting.com
Greiðsla
Hægt er að greiða með bæði debet og kreditkorti með þjónustu frá Korta ehf.
Einnig er hægt að velja um að greiða með millifærslu. Þarf þá að senda kvittun með tölvupósti á netfangið memeknitting@memeknitting.com. Pöntunin verður afgreidd við fyrsta tækifæri.
Almennt
MeMe Knitting áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Afhending
Afhending vöru fer fram við lok greiðslu á pdf formi og er henni hlaðið niður. Ef vandamál koma upp sendið tölvupóst á memeknitting@memeknitting.com og við sendum vöruna með tölvupósti.
Afhending á rafrænum vörum á borð við uppskriftir fer fram með rafrænum hætti, aðrar vörur eru annað hvort sóttar í Ármúla 34 á auglýstum opnunartíma eða sendar með Póstinum eða Dropp.
Skil og skipti
Þegar um er að ræða rafræna vöru er ekki hægt að skila eða skipta. Ef um ósætti er að ræða reynum við að leysa úr því eftir bestu getu.
Öðrum vörum þarf að skila eða skipta innan 2ja vikna frá kaupum í upprunalegum umbúðum og með framvísun kvittunar. Sveigjanleiki er á skilum á garni en er það metið hverju sinni með tilliti til lotunúmera. Ekki er hægt að skila garni sem búið er að vinda upp.
Prjónum og prjónamerkjum er ekki hægt að skila.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð getur breyst án fyrirvara.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Með því að samþykkja skilmála MeMe Knitting um notkun á vafrakökum er okkur m.a. veitt heimild til þess að:
- Bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu við gestina til samræmis við auðkenninguna,
- Að gera notendum auðveldara að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum,
- Að þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun hennar,
- Að birta notendum auglýsingar
...
Shortly after you purchase a knitting pattern, you will receive an email with a link to the pattern. Please make sure that you write your email correctly.
Please note that the knitting patterns are for private use only. The patterns may not be copied, sold or otherwise distributed. Products made from the patterns may not be sold.