



Skiptanlegu prjónarnir frá Seeknit eru sérstaklega vandaðir bambusprjónar frá Japan.
Framleiðendur Seeknit prjónanna hafa yfir 100 ára reynslu í iðnaðinum og hafa með sérstökum aðferðum með háu hitastigi, þrýstingi og plöntuvaxi framleitt þessa sterku og lipru bambus Koshitsu prjóna. Sérstakur snúningsliður er á prjónunum svo ekki snýst upp á snúruna.
Prjónarnir eru festir með snúru og ræður stærð prjónanna hvaða skrúfustærð þarf að hafa á snúrunni:
Prjónastærðir | Skrúfustærð |
2.0 - 3.0 mm | M1.8 |
3.5 -5.0 mm | M2 |
5.5 - 10.0 mm | M4 |
Athugið að hvorki er hægt að skila né skipta prjónum.