![Gleym-mér-ei ungbarnasett](http://www.memeknitting.com/cdn/shop/products/fullsizeoutput_222b_{width}x.jpeg?v=1571161590)
![Gleym-mér-ei ungbarnasett](http://www.memeknitting.com/cdn/shop/products/AKCExNgLS2WJ7IbCmi_aIA_{width}x.jpg?v=1571161595)
![Gleym-mér-ei ungbarnasett](http://www.memeknitting.com/cdn/shop/products/9F7E3DEC-5F44-4E62-9311-AC7902450CC0_{width}x.jpg?v=1571161600)
Peysan er prjónuð neðan frá fram og til baka með fallegu mynstri sem líkist helst litlum blómum. Mynstrið er prjónað á öllum bolnum, bæði að framan og aftan en ermar eru sléttar. Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og í hring. Stuttar umferðir eru prjónaðar að aftan til þess að auka pláss fyrir litla bossa
Stærðir | Yfirvídd peysu | Garn í peysu* | Garn í buxur* |
0-3 mánaða | 47 cm | 150 gr | 100 gr |
3-6 mánaða | 52 cm | 150 gr | 150 gr |
6-9 mánaða | 56 cm | 200 gr | 150 gr |
9-12 mánaða | 56 cm | 200 gr | 200 gr |
1-2 ára | 61 cm | 250 gr | 200 gr |
*Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf.
Drops Merino Extrafine (sýnt á mynd) eða Scout (fæst í vefverslun MeMe Knitting) - hægt er að nota allt garn sem passar við prjónfestuna.
10 cm = 22 lykkjur sléttprjón á 3,5 mm prjóna