

LEIÐANGUR er skemmtileg barnapeysa en hún er bæði klæðileg og þægileg í breytilegu íslensku veðri með góðum kraga. Merino ullin er mjúk og hlý en sniðið á peysunni er nær því að vera þröngt en vítt og hentar því vel undir útiföt. Peysan er prjónuð ofan frá svo auðvelt er að ráða lengdinni á bol og ermum því börnin eru jú eins misjöfn og þau eru mörg.
Stærðir | Garn | Aukalitur |
1-2 ára | 200 gr | 50 gr |
2-4 ára | 200 gr | 50 gr |
4-6 ára | 250 gr | 50 gr |
6-8 ára | 250 gr | 50 gr |
8-10 ára | 300 gr | 50 gr |
Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf.
Drops Baby Merino eða Andorra sem fæst í vefverslun MeMe Knitting
10 cm = 24 lykkjur sléttprjón á 3,0 mm prjóna