



YRKI barnapeysa er hluti af YRKI línunni frá MeMe Knitting. Peysan er prjónuð ofan frá í hring með mynstri á berustykki. Peysan er einföld í framkvæmd og hentar byrjendum sem lengra komnum.
Stærðir | Garn |
1-2 ára | 200 gr |
2-4 ára | 250 gr |
4-6 ára | 250 gr |
6-8 ára | 300 gr |
8-10 ára | 300 gr |
Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf.
Ég notaði Sandnes Smart litur: 3846, en hægt er að nota allt garn sem passar við prjónfestuna, m.a. Scout eða Semilla sem fæst í vefverslun MeMe Knitting.
10 cm = 22 lykkjur sléttprjón