









Ylur kjusa er ætluð fyrir yngstu börnin. Stuttar umferðir við enni og hnakka gera það að verkum að húfan leggst einstaklega vel að höfði barnsins. Falleg smáatriði gera húfuna sérstaka í einfaldleika sínum.
Stærðir | Garn* |
Nýfætt | 50 gr |
1-3 mánaða | 50 gr |
3-6 mánaða | 50 gr |
6-12 mánaða | 50 gr |
12-18 mánaða | 50 gr |
*Athugið að um áætlað magn af garni er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf. Miðað er við Scout frá Kelbourne Woolens.
Filcolana Pernilla (175m/50gr) eða Kelbourne Woolens Scout (250m/100gr) eða Isager Eco Baby 150m/50gr). Athugið að uppgefið garn er nokkuð drjúgt svo ef annað garn er notað gæti þurft aðeins meira.
22 lykkjur á 10 cm