






SKJÓL barnavettlingar eru einfaldir og fljótlegir vettlingar fyrir krakka. Gott snið er á þeim sem fellur vel að þumlinum. Gerðar eru útaukningar sitthvoru megin við þumallykkjur þar til vettlingurinn hefur náð réttri vídd. Vettlingurinn er þá prjónaður og þumallinn síðast.
Stærðir |
Garn* |
1-3 ára |
50 gr |
3- 6 ára |
50 gr |
6-10 ára |
50 gr |
*Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf.
Scout frá Kelbourne Woolens (100gr/250m) eða Bébé Soft Wash frá Kremke (50gr/140m)
10 cm = 22 lykkjur sléttprjón