








MOSI buxur eru prjónaðar ofan frá með tvöföldum buxnastreng og bandi í mitti. Gerðar eru stuttar umferðir til þess að hækka buxurnar að aftan. Auðvelt er að setja skemmtilegan svip á buxurnar með því að prjóna faldinn og reimina með öðrum lit. Einnig er hægt að sleppa reiminni og setja teygju í staðinn fyrir krakka sem vilja klæða sig sjálf án vandræða.
Stærðir |
Yfirvídd |
Garn í buxur* |
Aukalitur* |
1-2 ára |
50 cm |
200 gr |
25 gr |
2-4 ára |
55 cm |
250 gr |
25 gr |
4-6 ára |
60 cm |
300 gr |
25 gr |
6-8 ára |
64 cm |
350 gr |
25 gr |
*Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf. Miðað er við Scout frá Kelbourne Woolens.
Scout frá Kelbourne Woolens (100g/250m), Bébé Soft Wash frá Kemke (50g/140m) eða Double Sunday frá Sandnes (50g/108m).
10 cm = 22 lykkjur sléttprjón