



















Ylur kjusa
Regular price 790 kr Save Liquid error (snippets/product-template line 119): Computation results in '-Infinity'%/
Hönnuður: Knittinna / Tinna Sigurðardóttir
Ylur kjusa er ætluð fyrir yngstu börnin. Stuttar umferðir við enni og hnakka gera það að verkum að húfan leggst einstaklega vel að höfði barnsins. Falleg smáatriði gera húfuna sérstaka í einfaldleika sínum.
Stærðir | Garn* |
Nýfætt | 50 gr |
1-3 mánaða | 50 gr |
3-6 mánaða | 50 gr |
6-12 mánaða | 50 gr |
12-18 mánaða | 50 gr |
*Athugið að um áætlað magn af garni er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf. Miðað er við Scout frá Kelbourne Woolens.
Garn
Filcolana Pernilla (175m/50gr) eða Kelbourne Woolens Scout (250m/100gr) eða Isager Eco Baby 150m/50gr). Athugið að uppgefið garn er nokkuð drjúgt svo ef annað garn er notað gæti þurft aðeins meira.
Það sem þarf
- 3,5 mm hringprjónn (40 cm)
- 4,0 mm hringprjónn (40 cm)
- 4,0 mm 3 Addi Crazy Trio prjónar eða 5 sokkaprjónar
- 1 prjónamerki
- Nál fyrir affellingu og frágang
Prjónfesta
22 lykkjur á 10 cm