






Langar þig að prjóna peysu eða eitthvað annað fallegt á sjálfa þig?
Í Prjónastund eru uppskriftir að 32 flíkum; hnepptum og heilum kvenpeysum, sjölum, sokkum og vettlingum. Hér eru einfaldar og fljótprjónaðar peysur en líka flóknari flíkur fyrir vana prjónara. Í bókinni má einnig finna nokkrar uppskriftir að vinsælum peysum sem hingað til hafa aðeins verið til í barnastærðum.
Höfundur bókarinnar, Lene Holme Samsøe, er þekktur hönnuður um öll Norðurlönd. Hún hefur sent frá sér fjölmargar vinsælar prjónabækur, meðal annars Prjónað af ást sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi.
Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir þýddu.