



KAMBUR trefill er einfaldur og léttur trefill. Hann er prjónaður fram og til baka með blúndu kanti öðru megin og snyrtilegum i-cord kanti hinu megin. Þæginlegt verkefni fyrir byrjendur í mynsturprjóni.
Í sýnishorninu notaði ég handlitað garn í DK grófleika. Hér eru tillögur af öðru garni sem myndi ganga: Double Sunday frá Sandnes Garn, Heavy Merino frá Knitting for Olive, Scout frá Kelbourne Woolens, einnig væri tilvalið að nota fíngert handlitað garn og prjóna það með mohair eða öðru fylgigarni. Auðvelt er að leika sér með grófleika á garni í þessari uppskrift og aðlaga fjölda lykkja.
10 cm = 22 lykkjur garðaprjón