


BIRNIR er peysa fyrir börn á aldrinum 0-10 ára. Hagnýt peysa sem hentar bæði stelpum og strákum með gatamynstri og bóluprjóni. Peysan nær upp í háls og hentar vel íslensku veðurfari.
Peysan er prjónuð í hring, neðan frá og upp.
Stærðir:
0-6 mánaða
6-12 mánaða
1-2 ára
2-4 ára
4-6 ára
6-8 ára
8-10 ára
Það sem þarf:
Hringprjónar 4,5 mm og 5 mm 60 cm
Sokkaprjónar 4,5 mm og 5 mm
Prjónamerki
200-400 grömm garn (fer eftir stærð)
Garn:
Germantown frá Kelbourne Woolens
Prjónfesta:
10 cm = 17 lykkjur